Meðhöndlun

Meðhöndlun:

Ekki snerta myndina sjálfa, reyndu að halda í hana á köntunum. Pappírs verk eiga það til að rispast við snettingu. Þegar mynd er handfjötluð er nauðsynlegt að hendur séu hreinar og þurrar. Fita á höndum getur festst á myndinni og myndað bletti seinna meir. Varast ber að brot komi í myndina þegar henni er lyft upp. Best er þó að nota bómullar hanska þegar mynd er handfjötluð.

Umhverfið:

Ég mæli eindregið gegn því að hengja mynd upp í beinu sólarljósi því það minkar líftíma lita í myndinni til muna. Hægt er að ramma pappírs myndir inn með því að nota UV gler til hlífðar sólarljósi. Einnig getur mikil hita og rakabreyting haft áhrif á endingu myndanna. Strigamyndirnar koma með húð sem hlýfir þeim fyrir rispum en gæta þarf að beinu sólarljósi.