Prentun

Fruss prent:

„Giclee prentun“ sem ég kýs að kalla „fruss prentun“ er í raun hágæða prentun ekki ósvipuð venjulegri bleksprautuprentun. Þessi aðferð er orðin mjög vinsæl við gerð eftirprentana á listaverkum þar sem um takmarkað upplag er að ræða. Fruss prentun gefur listamönnum tækifæri á að prenta, á ódýran hátt í mikklum gæðum, verkin sín í fáum eintökum. Með eldri aðferðum var venja að prenta mun fleiri eintök. Með þessari tækni er hægt að prenta á mismunandi efni td. vatnslitamynd á vatnslitapappír, olíumálverk á striga o.sfr. Hægt er að prenta sömu mynd í mismunandi stærðum og með því nálgast óskir viðskiptavinarins hverju sinni.