Rjúpan veggmynd á striga
er handunnin eftirgerð af samnefndu málverki eftir Olafsson. Við eftirgerð á málverkinu málar listamaðurinn í myndina eftir prentun og áritar hana að því loknu. Með því að mála í hverja mynd eftir útprentun gerir listamaðurinn myndina sérstaka sem tryggir að engin mynd er nákvæmlega eins. Myndin er prentuð á striga í stærðinni 80×80 cm í bestu fáanlegum gæðum. Hún er afhent upprúlluð í pappírshólk sem tryggir varðveislu hennar í flutningum. Frábær tækisfærisgjöf, brúðkaupsgjöf, afmælisgjöf, innflutningsgjöf eða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.
Myndlistamaðurinn Olafsson er þekktur fyrir náttúrulífs- og landslagsmyndir sínar frá Íslandi. Á meðal verka hans eru málverk af stórbrotnum náttúruperlum landsins eins og Geysi og Gullfossi ásamt fjölda mynda af þeim dýrum sem lifa villt í landinu. Nánari upplýsingar um listamanninn Olafsson er að finna hér.
Rjúpan, Lagopus muta
Að skipta litum og blandast umhverfinu er sérkenni rjúpunnar. Fyrir rjúpuna er það lífsspursmál að geta haft hamskipti þrisvar á ári og falið sig því bæði menn og dýr herja á hana sér til viðurværis. Rjúpan er lykiltegund í íslensku vistkerfi og einn einkennisfugla íslenskrar náttúru. Rjúpnaveiðar eru vinsælt tómstundagaman og er rjúpnasteik hluti af jólahefð minni og margra íslenskra fjölskyldna. Fjallrjúpurnar á Íslandi eru taldar til sérstakrar undirtegundar sem finnst hvergi annarsstaðar og er fræðiheitið Lagopus muta islandorum.
Rjúpan veggmynd á striga. Það er einfalt og þægilegt að kaupa þessa vöru hér á síðunni. Um leið og hún er tilbúin til afgreiðslu færð þú senda tilkynningu í tölvupósti. Þú getur sótt vöruna á vinnustofu listamannsins eða fengið hana senda heim með íslandspósti hvert á land sem er. Afgreiðslutími á myndum er yfirleitt 1-2 virkir dagar en getur verið styttri/lengri í einstökum tilvikum. Hægt er að greiða fyrir vöruna með bankamillifærslu, peningum eða greiðslukortum við afhendingu á vinnustofu eða á einfaldan hátt hér á síðunni í gegnum örugga greiðslusíðu.