Málverk-veggmynd á striga Refur 40X40

Málverk-veggmynd Refur

Málverk-veggmynd á striga Refur 40X40

kr.39,990

In stock

kr.39,990

Frábær brúðkaupsgjöf eða fyrir hvaða tilefni sem er.
Availability: 10 á lager Vörunúmer: 4012314

Lýsing

Málverk-veggmynd á striga Refur 40X40 cm

Hér er á ferðinni eitt það harðgerðasta dýr sem ég þekki og hefur búið hér mun lengur en maðurinn. Hann þolir frost allt að -50°C (-58°F). Refurinn er með hlýjan feld sem hentar vel í miklum kulda enda þolir hann frost allt að -50°C (-58°F). Refurinn fær hvítan feld í snjónum á veturnar en brúnan eða gráan feld yfir sumarið sem felur hann vel í trjálausu og hrjóstrugu landslagi Íslands. Refurinn gerir sér heimili neðanjarðar og lifir á því sem náttúran býður hverju sinni, fuglum, eggjum og jafnvel fiski ef til hans næst. Refurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér, fallegt dýr, ímynd dugnaðar, styrks og útsjónarsemi. Refurinn er af mörgum talinn mikill vágestur í náttúrunni og er talin réttdræpur hvar og hvenær sem til hans næst fyrir utan friðlands á Hornströndum.

Þessi mynd er handunnin eftirgerð af samnefndu málverki eftir Olafsson. Við eftirgerð á málverkinu málar listamaðurinn í myndina eftir prentun og áritar hana að því loknu. Með því að mála í hverja mynd eftir útprentun gerir listamaðurinn myndina sérstaka sem tryggir að engin mynd er nákvæmlega eins. Myndin er prentuð á striga í stærðinni 40×40 cm í bestu fáanlegum gæðum og afhent upprúlluð í pappírshólk sem tryggir varðveislu hennar í flutningum. Upplag: 250 númeruð eintök. Frábær tækisfærisgjöf, brúðkaupsgjöf, afmælisgjöf, innflutningsgjöf eða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er. Myndlistamaðurinn Olafsson er þekktur fyrir náttúrulífs og landslagsmyndir sínar frá Íslandi. Á meðal verka hans eru málverk af stórbrotnum náttúruperlum landsins eins og Geysi og Gullfoss ásamt fjölda mynda af þeim dýrum sem lifa villt í landinu.

Málverk-veggmynd á striga Refur 40X40.

Það er einfalt og þægilegt að kaupa þessa vöru hér á síðunni. Um leið og hún er tilbúin til afgreiðslu færð þú senda tilkynningu í tölvupósti. Þú getur sótt vöruna á vinnustofu listamannsins eða fengið hana senda heim með íslandspósti hvert á land sem er. Afgreiðslutími á myndum er yfirleitt 1-2 virkir dagar en getur verið styttri/lengri í einstökum tilvikum. Hægt er að greiða fyrir vöruna með bankamillifærslu, peningum eða greiðslukortum við afhendingu á vinnustofu eða á einfaldan hátt hér á síðunni í gegnum örugga greiðslusíðu.

Um listamanninn.
Olafsson fæddist í Reykjavík í janúar 1961. Hann fluttist austur á Fáskrúðsfjörð ungur að árum ásamt foreldrum sínum og 5 systkinum. Þar stundaði hann hefbundið nám innan um kraftmikkla náttúru í faðmi fjalla, djúpra dala og mikið dýralíf. Eftir skyldunám á Fáskrúðsfirði stundaði Olafsson nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem nú heitir Listaháskóli Íslands. Þaðan útskrifaðiast hann úr málaradeild árið 1981 eftir fjögura ára nám. Olafsson hefur haldið nokkrar sýningar bæði hér heima og erlendis. Má þar nefna samsýningu á Kjarvalsstöðum 1981, einkasýningu í Djúpinu, á Horninu, 1982, á Fáskrúðsfirði, 1984, 2007 og 2015. Sýningu í Sláturhúsinu á Egilstöðum, 2007. Einkasýningu í Ottawa, Kanada, Constitution Square, 2007, samsýningu í Borgarnesi, CAOS, The Milk House Art Center 2012, samsýningu með RAT #1, 2019 og RAT #2, 2020 í Bríetartúni 11.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0.500 kg
Ummál 50 × 8 × 8 cm
Myndarammi

Nei

Myndefni

Myndir af dýrum

Prentun

Ciclee-Fruss Prentun á striga

Stærð

40X40 CM

Upplag

250 númeruð eintök