Málverk-veggmynd á pappír Kría 30X30
kr.9,990 – kr.14,490
Frábær tækifærisgjöf fyrir hvaða tilefni sem er. Kauptu 3 mismunandi veggmyndir á pappír 30×30 cm án ramma og borgaðu fyrir 2. Notið asláttarkóða: tilbod í innkaupakörfu þegar gengið er frá greiðslu.
- Lýsing
- Frekari upplýsingar
Lýsing
Málverk-veggmynd á pappír Kría 30X30 cm
er eftirgerð af samnefndu málverki eftir Olafsson. Myndin er prentuð á vandaðan sýrufrían 310 gsm2 pappír í stærðinni 30×30 cm í bestu fáanlegum gæðum. Myndin er árituð af listamanninum og afhent upprúlluð í pappírshólk sem tryggir varðveislu hennar í flutningum. Einnig er hægt að fá myndina afhenta innrammaða í 40×50 cm myndaramma gegn aukagjaldi. Frábær tækifærisgjöf, brúðkaupsgjöf, afmælisgjöf, innflutningsgjöf eða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.
Myndlistamaðurinn Olafsson er þekktur fyrir náttúrulífs- og landslagsmyndir sínar frá Íslandi. Á meðal verka hans eru málverk af stórbrotnum náttúruperlum landsins eins og Geysi og Gullfossi ásamt fjölda mynda af þeim dýrum sem lifa villt í landinu. Nánari upplýsingar um listamanninn Olafsson er að finna hér.
Kría
Að verpa í nágrenni kríunnar veitir flestum fuglum skjól og aukið öryggi. Ef óboðnir gestir nálgast sem krían telur að ungum þeirra stafi ógn af, ræðst hún hiklaust að viðkomandi. Hún getur hún dýft sér niður á ofsa hraða til að hræða fólk og dýr í burtu. Ég man vel eftir ferðum mínum um landið þar sem synir mínir voru að leika sér nálægt kríuvarpi, manandi hvor annan að hlaupa nær, æpandi, sveiflandi prikum yfir höfði til að kríurnar „goggi ekki gat á höfuðið.” -eins og það var kallað. Þessi merkilegi lauflétti farfugl ferðast hvað lengst af öllum farfuglum eða um 70.000 km á hverju ári og upplifir því tvö sumur á hverju ári. Myndin sýnir einnig franska spítalann í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð.
Málverk-veggmynd á pappír Kría 30X30 cm. Það er einfalt og þægilegt að kaupa þessa vöru hér á síðunni. Um leið og hún er tilbúin til afgreiðslu færð þú senda tilkynningu í tölvupósti. Þú getur sótt vöruna á vinnustofu listamannsins eða fengið hana senda heim með íslandspósti hvert á land sem er. Afgreiðslutími á myndum er yfirleitt 1-2 virkir dagar en getur verið styttri/lengri í einstökum tilvikum. Hægt er að greiða fyrir vöruna með bankamillifærslu, peningum eða greiðslukortum við afhendingu á vinnustofu eða á einfaldan hátt hér á síðunni í gegnum örugga greiðslusíðu.
Frekari upplýsingar
Þyngd | 0.500 kg |
---|---|
Ummál | 40 × 8 × 8 cm |
Myndarammi | Nei |
Myndefni | Myndir af dýrum |
Prentun | Prentun á pappír |
Stærð | 30X30 Cm |
Valkostir | Án ramma, Í ramma |