Málverk-veggmynd á pappír Kría 50X50
kr.14,990
Frábær afmælisgjöf eða fyrir hvaða tilefni sem er.
- Lýsing
- Frekari upplýsingar
Lýsing
Málverk-veggmynd á pappír Kría 50X50 cm
Krían er spengilegur og tígulegur fugl af þernuætt. Á sumrin er kría með svarta hettu frá goggrótum og aftur á hnakka. Að öðru leyti er hún blágrá, nema hvít rák er undir kollhettunni og hún er hvít á stéli með svartyddar handflugfjaðrir.
Krían er afbragðs flugfugl, hún andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eldsnöggt niður eftir síli. Hún er þekkt fyrir öflugan lofthernað í varplandi sínu og ver ekki aðeins eigin afkvæmi fyrir ræningjum, heldur njóta aðrir fuglar einnig góðs af að verpa í nágrenni hennar.
Ég man vel eftir ferðum mínum um landið þar sem synir mínir voru að leika sér nálægt kríuvarpi, manandi hvor annan að hlaupa nær, æpandi, sveiflandi prikum yfir höfði til að kríurnar „goggi ekki gat á höfuðið.” -eins og þeir kölluðu það. Þessi merkilegi lauflétti farfugl ferðast hvað lengst af öllum fuglum eða um 70.000 km á hverju ári og upplifir því tvö sumur á hverju ári. Á myndinni má einnig sjá franska spítalann í Hafnarnesi við sem nýlega var fluttur aftur á sinn upprunalega stað í Búðum á Fáskrúðsfirði.
Þessi mynd er eftirgerð af samnefndu málverki eftir Olafsson. Myndin er prentuð á vandaðan sýrufrían 310 gsm2 pappír í stærðinni 50×50 cm í bestu fáanlegum gæðum. Myndin er árituð af listamanninum og afhent upprúlluð í pappírshólk sem tryggir varðveislu hennar í flutningum. Frábær tækifærisgjöf, brúðkaupsgjöf, afmælisgjöf, innflutningsgjöf eða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.
Málverk-veggmynd á pappír Kría 50X50.
Það er einfalt og þægilegt að kaupa þessa vöru hér á síðunni. Um leið og hún er tilbúin til afgreiðslu færð þú senda tilkynningu í tölvupósti. Þú getur sótt vöruna á vinnustofu listamannsins eða fengið hana senda heim með Íslandspósti hvert á land sem er. Afgreiðslutími á myndum er yfirleitt 1-2 virkir dagar en getur verið styttri/lengri í einstökum tilvikum. Hægt er að greiða fyrir vöruna með bankamillifærslu, peningum eða greiðslukortum við afhendingu á vinnustofu eða á einfaldan hátt hér á síðunni í gegnum örugga greiðslusíðu.
Um listamanninn.
Olafsson fæddist í Reykjavík í janúar 1961. Hann fluttist austur á Fáskrúðsfjörð ungur að árum ásamt foreldrum sínum og 5 systkinum. Þar stundaði hann hefbundið nám innan um kraftmikkla náttúru í faðmi fjalla, djúpra dala og mikið dýralíf. Eftir skyldunám á Fáskrúðsfirði stundaði Olafsson nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem nú heitir Listaháskóli Íslands. Þaðan útskrifaðiast hann úr málaradeild árið 1981 eftir fjögura ára nám. Olafsson hefur haldið nokkrar sýningar bæði hér heima og erlendis. Má þar nefna samsýningu á Kjarvalsstöðum 1981, einkasýningu í Djúpinu, á Horninu, 1982, á Fáskrúðsfirði, 1984, 2007 og 2015. Sýningu í Sláturhúsinu á Egilstöðum, 2007. Einkasýningu í Ottawa, Kanada, Constitution Square, 2007, samsýningu í Borgarnesi, CAOS, The Milk House Art Center 2012, samsýningu með RAT #1, 2019 og RAT #2, 2020 í Bríetartúni 11.
Frekari upplýsingar
Þyngd | 1.500 kg |
---|---|
Ummál | 60 × 8 × 8 cm |
Myndarammi | Nei |
Myndefni | Myndir af dýrum |
Prentun | Ciclee-Fruss prentun á pappír |
Stærð | 50X50 Cm |
Paper | Sýrufrír 310 gsm2 |
Upplag | Ótakmarkað |