Málverk-veggmynd á pappír Skrúður 30X30

Málverk-veggmynd Skrúður

Málverk-veggmynd á pappír Skrúður 30X30

kr.9,990kr.14,490

In stock

kr.9,990kr.14,490

Frábær tækifærisgjöf fyrir hvaða tilefni sem er. Kauptu 3 mismunandi veggmyndir á pappír 30×30 cm án ramma og borgaðu fyrir 2.  Notið asláttarkóða: tilbod í innkaupakörfu þegar gengið er frá greiðslu.
Vörunúmer: 3012317
Hreinsa

Lýsing

Málverk-veggmynd á pappír Skrúður 30X30 cm

Skrúður rís brattur, um 90 metra, upp úr sjónum rétt austur af Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði í nágrenni við litla eyju og sker sem bera nöfnin Andey og Æðarsker. Fyrr á öldum safnaði fólk eggjum og veiddi fugla á eyjunni.
Skrúður gnæfir tignarlega úr sjó og er ekki á færi loftfælinna að klífa hana. Í eynni er Skrúðshellir, stærstur hella á Austurlandi, hár til lofts og víður til veggja þar sem menn dvöldust á veiðitímum áður fyrr. Mikið fuglalíf er í Skrúði og má þar helst nefna lundabyggð sem nær alþjóðlegum verndarviðmiðum ásamt langvíuvarpi. Skrúður var friðlýstur árið 1995.

Þessi mynd er eftirgerð af samnefndu málverki eftir Olafsson. Myndin er prentuð á vandaðan sýrufrían 310 gsm2 pappír í stærðinni 30×30 cm í bestu fáanlegum gæðum. Myndin er árituð af listamanninum og afhent upprúlluð í pappírshólk sem tryggir varðveislu hennar í flutningum. Einnig er hægt að fá myndina afhenta innrammaða í 40×50 cm myndaramma gegn aukagjaldi. Frábær tækifærisgjöf, brúðkaupsgjöf, afmælisgjöf, innflutningsgjöf eða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.

Málverk-veggmynd á pappír Skrúður 30X30 cm.

Það er einfalt og þægilegt að kaupa þessa vöru hér á síðunni. Um leið og hún er tilbúin til afgreiðslu færð þú senda tilkynningu í tölvupósti. Þú getur sótt vöruna á vinnustofu listamannsins eða fengið hana senda heim með íslandspósti hvert á land sem er. Afgreiðslutími á myndum er yfirleitt 1-2 virkir dagar en getur verið styttri/lengri í einstökum tilvikum. Hægt er að greiða fyrir vöruna með bankamillifærslu, peningum eða greiðslukortum við afhendingu á vinnustofu eða á einfaldan hátt hér á síðunni í gegnum örugga greiðslusíðu.

Um listamanninn.
Olafsson fæddist í Reykjavík í janúar 1961. Hann fluttist austur á Fáskrúðsfjörð ungur að árum ásamt foreldrum sínum og 5 systkinum. Þar stundaði hann hefbundið nám innan um kraftmikkla náttúru í faðmi fjalla, djúpra dala og mikið dýralíf. Eftir skyldunám á Fáskrúðsfirði stundaði Olafsson nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem nú heitir Listaháskóli Íslands. Þaðan útskrifaðiast hann úr málaradeild árið 1981 eftir fjögura ára nám. Olafsson hefur haldið nokkrar sýningar bæði hér heima og erlendis. Má þar nefna samsýningu á Kjarvalsstöðum 1981, einkasýningu í Djúpinu, á Horninu, 1982, á Fáskrúðsfirði, 1984, 2007 og 2015. Sýningu í Sláturhúsinu á Egilstöðum, 2007. Einkasýningu í Ottawa, Kanada, Constitution Square, 2007, samsýningu í Borgarnesi, CAOS, The Milk House Art Center 2012, samsýningu með RAT #1, 2019 og RAT #2, 2020 í Bríetartúni 11.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0.500 kg
Ummál 40 × 8 × 8 cm
Myndarammi

Nei

Myndefni

Landslagsmyndir

Prentun

Ciclee-Fruss prentun á pappír

Stærð

30X30 Cm

Paper

Sýrufrír 310 gsm2

Upplag

Ótakmarkað

Valkostir

Án ramma, Í ramma