Málverk-veggmynd á pappír Tvílembingar 50X50

Málverk-veggmynd Tvílembingar

Málverk-veggmynd á pappír Tvílembingar 50X50

kr.14,990

In stock

kr.14,990

Frábær afmælisgjöf eða fyrir hvaða tilefni sem er.
Availability: 9 á lager SKU: 6012318
Skoða körfu

Lýsing

Málverk-veggmynd á pappír Tvílembingar 50X50 cm

Á sumrin gengur sauðfé frjálst og lifir á því besta sem náttúran veitir frá fjöru til fjalla. Oft á vorin rekst ég á lömb, ný komin á fjall og vekur það alltaf hjá mér mikla gleði, þessi rannsakandi augu sem mæla mann nákvæmlega út. Gaman er að sjá hvað lömbin standa vel saman og ef eitt tekur á rás þá fylgja hin á eftir. Í þessari mynd reyni ég að fanga frelsi og samheldni þessara tvíbura, kannski vegna þess að ég er tvíburi sjálfur.
Ljóðið “The Lamb” eftir William Blake hafði einnig mikil áhrif á mig en þar segir m.a.

For he calls himself a Lamb:
He is meek & he is mild,
He became a little child:
I a child & thou a lamb,
We are called by his name.
Little Lamb God bless thee.
Little Lamb God bless thee.
William Blake

Þessi mynd er eftirgerð af samnefndu málverki eftir Olafsson. Myndin er prentuð á vandaðan sýrufrían 310 gsm2 pappír í stærðinni 50×50 cm í bestu fáanlegum gæðum. Myndin er árituð af listamanninum og afhent upprúlluð í pappírshólk sem tryggir varðveislu hennar í flutningum. Frábær tækifærisgjöf, brúðkaupsgjöf, afmælisgjöf, innflutningsgjöf eða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.

Málverk-veggmynd á pappír Tvílembingar 50X50.

Það er einfalt og þægilegt að kaupa þessa vöru hér á síðunni. Um leið og hún er tilbúin til afgreiðslu færð þú senda tilkynningu í tölvupósti. Þú getur sótt vöruna á vinnustofu listamannsins eða fengið hana senda heim með Íslandspósti hvert á land sem er. Afgreiðslutími á myndum er yfirleitt 1-2 virkir dagar en getur verið styttri/lengri í einstökum tilvikum. Hægt er að greiða fyrir vöruna með bankamillifærslu, peningum eða greiðslukortum við afhendingu á vinnustofu eða á einfaldan hátt hér á síðunni í gegnum örugga greiðslusíðu.

Um listamanninn.
Olafsson fæddist í Reykjavík í janúar 1961. Hann fluttist austur á Fáskrúðsfjörð ungur að árum ásamt foreldrum sínum og 5 systkinum. Þar stundaði hann hefbundið nám innan um kraftmikkla náttúru í faðmi fjalla, djúpra dala og mikið dýralíf. Eftir skyldunám á Fáskrúðsfirði stundaði Olafsson nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem nú heitir Listaháskóli Íslands. Þaðan útskrifaðiast hann úr málaradeild árið 1981 eftir fjögura ára nám. Olafsson hefur haldið nokkrar sýningar bæði hér heima og erlendis. Má þar nefna samsýningu á Kjarvalsstöðum 1981, einkasýningu í Djúpinu, á Horninu, 1982, á Fáskrúðsfirði, 1984, 2007 og 2015. Sýningu í Sláturhúsinu á Egilstöðum, 2007. Einkasýningu í Ottawa, Kanada, Constitution Square, 2007, samsýningu í Borgarnesi, CAOS, The Milk House Art Center 2012, samsýningu með RAT #1, 2019 og RAT #2, 2020 í Bríetartúni 11.

Additional information

Weight 1.500 kg
Dimensions 60 × 8 × 8 cm
Myndarammi

Nei

Myndefni

Myndir af dýrum

Prentun

Ciclee-Fruss prentun á pappír

Stærð

50X50 Cm

Pappír

Sýrufrír 310 gsm2

Upplag

Ótakmarkað