Prentunin sem oftast er kölluð giclée, er tiltölulega ný aðferð við gerð eftirprentana. Þó að aðferðin hafi verið þróuð af hópi listamanna í SuðurKaliforníu um 1975, er hugtakið Giclée (borið fram zhee-leir) samsetning af tveimur frönskum orðum sem þýða „að úða á bleki“. Upphaflega var oftast notast við Iris prentara, fjögurra lita tæki. Í fyrstu voru prentarnir ekki hannaðir neitt sérstaklega fyrir prentun á myndlist.

Tæknin í dag við prentun á myndum er mikil og blekið orðið mun endingabetra en áður og einnig öll prentun orðin nákvæmari. Prentararnir úða yfir fjórum milljónum dropar af bleki á sekúndu á prentflötinn og geta þessir ör-dropar myndað meira en tvö þúsund lita-tóna. Giclées prentun eru viðurkennd af söfnum um allan heim sem hágæða prentun á myndlist list, og er notuð af söfnum um allan heim til að kynna og selja verk gömlu meistarana